VAR BÚINN AÐ GREYMA AÐ ÉG VAR MEÐ FISK TILBÚINN Á PÖNNUNA Á DISKI Í ÍSSKÁPNUM. STELPUR, EKKI HUGSA MIKIÐ ÚT Í LYGTINA. MÉR VARÐ SVO ÓGLATT ÞEGAR ÉG OPNAÐI ÍSSKÁPINN AÐ ÉG KASTAÐI NÆSTUM UPP. NÆSTUM. EKKI ALVEG. ENDA MEÐ MIKILL ÓGLEÐISÞRÖSKULD. ÞAÐ KEMUR AF ÞVÍ AÐ HAFA UNNIÐ VIÐ UMÖNNUM GAMALMENNA OG HAFA ALIÐ UPP EYRNA- OG MAGABARN.
KIDDI MINN. ÉG SÁ AÐ ÞÚ HRINGDIR LOKSINS. GLEYMDI HLEÐSLUTÆKINU HÉRNA UPPI SVO AÐ SÍMINN MINN VAR DAUÐUR Í GÆR ÞEGAR ÉG SOFNAÐI NIÐRI. ÉG LÆT ÞETTA EKKI KOMA FYRIR AFTUR. ER LÍKA INNEIGNARLAUS. ER EKKI ALVEG Í SKAPI TIL AÐ FARA ÚT Í SJOPPU OG KAUPA INNEIGN SVO ÞÚ SÉRÐ ÞAÐ VONANDI BARA HÉRNA AÐ ÉG ER SVAKA HRESS. EKKERT AÐ OG ÞÚ ÞARFT EKKERT AÐ HUGSA UM MIG. BARA VERA GLAÐUR Í ÞÍNU.
NÚ ER SÚ GAMLA KOMIN SMÁ MEÐ Í BAKIÐ. ÞAÐ ER HELVÍTIS SÓLSTÓLLINN. BÚINN AÐ SOFA AÐEINS OG MARGAR NÆTUR Í HONUM. SVO STYNGAST ÁLSTANGIRNAR INN Á MILLI RIFBEINANNA ÞEGAR MAÐUR BILTIR SÉR. ÉG ÆTLA AÐ TAKA DÝNUNA MEÐ MÉR NIÐUR.
FANN GAMLAN SAXBAUTALAGER Í ÚTLEGUKASSANUM HANS HELGA. ÉG VAR HREILEGA BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ HVAÐ ÞETTA ER MIKILL HERRAMANNSMATUR. LÍKA SVONA KALDUR.
ÆTLA AÐ TAKA MEÐ MÉR HNÍFAPÖR OG NOKKRAR SÉRVÉTTUR. ÞAÐ DUGAR EKKI AÐ BORÐA SVONA MEÐ FINGRUNUM NEMA MAÐUR SÉ AÐ BORÐA FULGAKJÖT. HITT ER BARA VILLIMANNSLEGT.
JÆJA, ROSA HRESS NÍNA BÚIN AÐ MINNA Á SIG.
KIDDI MINN OG STELPUR LÍKA. VERIÐ EKKERT AÐ HAFA SAMBAND VIÐ MIG FYRR EN EFTIR NÆSTU HELGI, ÞÁ VERÐUR HELGI KOMIN Í LAND OG VIÐ KANNSKI SLÁUM UPP GRILLVEISLU Á SVÖLUNUM. HA? ÓKEI ÞÁ. SJÁUMST OG HAFIÐI ÞAÐ NÚ SEM ALLRA BEST OG VONANDI ER ENGINN VEIKUR EÐA ÓHRESS.
KÆR KVEÐJA.
NÍNA.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli