föstudagur, 23. maí 2008

Helgi týndur

Fór að taka móti Helga niðrá höfn. Beið og beið. Ármann félagi hans labbaði til mín og sagði mér að Helgi hafi verið þarna stuttu áður, hafi ekki nennt að bíða. Ég fékk að fara um borð og athuga með hann. Helgi hvergi sjáanlegur. Svo ég fór bara aftur heim. 
(kannski bara gott, átti eftir að þrífa. Kom mér ekki í það áður en þeir löggðu að.)
Þið sem lesið þetta, ef þið sjáið hann Helga minn einhverstaðar, viljiði biðja hann að hringja í hana Nínu sína. Hún er að verða hrædd um karlinn sinn. 
Ætla nú ekkert að hafa þetta lengra í bili. 
Rótaði soldið til í geymslunni til að enginn fatti að ég hafi verið þarna niðri svona lengi. 
Kv. Nína hressa komin með skúringargræjurnar fram. Gott hjá mér. 

Engin ummæli: